Ánægðir viðskiptavinir
Traust og vönduð fjármálaþjónusta sem einfaldar þér lífið
Við nýtum alla kosti tækninnar til að veita framúrskarandi bankaþjónustu og einfalda viðskiptavinum lífið. Um leið bjóðum við upp á vandaða, persónulega þjónustu og fjármálaráðgjöf til fyrirtækja sem einstaklinga.
Viðskiptavinir okkar eru ánægðari
Við setjum ánægju viðskiptavina í fyrsta sæti. Viðskiptavinir okkar finna að við erum betri saman og árið 2023 mældumst við efst banka í Íslensku ánægjuvoginni, fimmta árið í röð.
Eflum bankann með tækninýjungum og mannlegri þjónustu
Landsbankinn leggur mikla áherslu á að nýta stafrænar þjónustuleiðir til að efla bankann og einfalda viðskiptavinum lífið. Undanfarin ár hefur þróun Landsbankaappsins verið ofarlega á baugi. Við viljum að viðskiptavinir okkar, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, geti með einföldum hætti sinnt öllum helstu bankaviðskiptum, hvar og hvenær sem þeim hentar.
Traust og vönduð fjármálaþjónusta
Við einföldum viðskiptavinum lífið með því að bjóða snjallar lausnir sem gera alla okkar þjónustu aðgengilega hvar og hvenær sem er. Mannlegi þátturinn er samt ómissandi og með því að nýta krafta starfsfólks um allt land getum við boðið enn betri bankaþjónustu.
Styrkur stuðningur og nýjar lausnir fyrir fyrirtæki
Aldrei hafa fleiri fyrirtæki komið í viðskipti við Landsbankann en á árinu 2023 og nýjum fyrirtækjum í viðskiptum fjölgaði um 18% á milli ára. Við héldum áfram að styðja við öflugt atvinnulíf með öruggri fjármögnun og nýjum stafrænum lausnum, meðal annars í okkar frábæra appi.
Traust samskipti og nýjar lausnir í viðskiptum
Viðskiptavinir tileinkuðu sér nýjar lausnir og áhersla var lögð á að efla samskipti með aukinni nýtingu sjálfsafgreiðslulausna og öflugri fræðslu. Hátt vaxtastig, þrálát verðbólga og væntingar um áframhaldandi mikla verðbólgu og erfiðar samningaviðræður á vinnumarkaði næstu misseri höfðu mikil áhrif á markaðsaðstæður á árinu 2023.
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.