Sjálfbærni og samfélag
Jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun og samfélagið
Við erum leiðandi í sjálfbærni, metnaðarfullur þátttakandi í umræðunni um efnahagsmál og öflugur útgefandi fræðslu af ýmsum toga. Markmið okkar er að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag og að vera eftirsóttur vinnustaður.
Helstu sjálfbærniverkefni
Árið 2023 héldum við sjálfbærnidag Landsbankans í annað sinn, áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum okkar í þriðja skiptið og settum okkur vísindaleg loftslagsmarkmið sem voru samþykkt í febrúar 2024.
Loftslagsmál
Það er okkur metnaðarmál að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi okkar. Við höldum áfram að greina kolefnisspor okkar og áhrif á samfélagið í þeim tilgangi að hámarka jákvæð áhrif okkar.
Sjálfbærniuppgjör
Við fylgjum viðmiðum Global Reporting Initiative (e. GRI Standards) og gegnir árs- og sjálfbærniskýrslan einnig hlutverki framvinduskýrslu til UN Global Compact, hnattrænu samkomulagi Sameinuðu þjóðanna. Við munum áfram styðja við hnattræna samkomulagið og fylgja viðmiðum þess. Við skilum einnig framvinduskýrslu til hnattræns samkomulags SÞ á vefsvæði þeirra.
Mannauður og jafnrétti
Mannauðsmál skipa alltaf mikilvægan sess í rekstri bankans. Við leggjum áherslu á starfsþróun, góðan aðbúnað og jákvæða vinnustaðamenningu í öllum okkar verkefnum. Í starfsfólki bankans býr rík reynsla, fjölbreyttur bakgrunnur og jafnframt sterk hefð fyrir þjálfun í nýrri starfstengdri hæfni. Þannig tekst okkur að viðhalda góðri blöndu af reynslumiklu fólki og nýrri liðsfélögum.
Styðjum við samfélagið
Þátttaka í margvíslegum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu er okkur mikilvæg og við leggjum okkur sérstaklega fram við að veita brautargengi ólíkum verkefnum og samtökum víðs vegar um landið. Við horfum til þess að styðja við íþróttastarf, menningu og listir til viðbótar við góðgerðar- og menntamál. Við birtum víðtækt efni um efnahagsmál og leggjum áherslu á fræðslu og umræðu um fjármál.
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.