Stjórn og skipulag
Góður árangur og jákvæð áhrif
Landsbankinn er traustur banki fyrir farsæla framtíð. Traustur rekstur og heilbrigð arðsemi eru lykilforsendur þróunar á vörum og þjónustu og það er stefna bankans að reksturinn skili ávinningi til bæði viðskiptavina og eigenda.
Skýr stefna stýrir för
Með tilgang bankans - traustur banki fyrir farsæla framtíð - að leiðarljósi og árangursríku stefnunni „Landsbanki nýrra tíma“ svarar bankinn breyttum samfélagsviðhorfum, þeim tækifærum og áskorunum sem felast í tækniþróun og einfaldar líf viðskiptavina. Stefna bankans varðar veginn milli örra tæknibreytinga og mannlegrar þjónustu.
Stjórnarhættir
Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að traustum samskiptum hluthafa, bankaráðsmanna, stjórnenda, starfsfólks, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila og stuðla að hlutlægni, heilindum, gagnsæi og ábyrgð í stjórnun bankans. Við fylgjum viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti og birtum árlega stjórnarháttayfirlýsingu með árs- og sjálfbærniskýrslu bankans.
Ávarp formanns bankaráðs
Það var þrautseigja og kraftur í íslensku efnahagslífi á árinu 2023, þrátt fyrir krefjandi áskoranir. Þótt hægst hafi á hagvexti eru horfurnar fyrir árið 2024 ágætar, að því gefnu að það takist að ná niður verðbólgu og skapa forsendur fyrir vaxtalækkunum.
Ávarp bankastjóra
Árið 2023 var afar gott rekstrarár hjá bankanum en líka ár mikilla tímamóta. Við erum stolt af því að viðskiptavinir eru ánægðastir með bankaþjónustu Landsbankans og ætlum að halda áfram að einfalda þeim lífið og hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.